sun 08. september 2019 14:58
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM: Mkhitaryan afgreiddi Bosníu
Henrikh Mkhitaryan í leik með Armeníu en hann skoraði tvö og lagði upp eitt í dag
Henrikh Mkhitaryan í leik með Armeníu en hann skoraði tvö og lagði upp eitt í dag
Mynd: EPA
Armenía 4 - 2 Bosnía/Herzegóvína
1-0 Henrikh Mkhitaryan ('3 )
1-1 Edin Dzeko ('13 )
2-1 Henrikh Mkhitaryan ('66 )
2-2 Amer Gojak ('70 )
3-2 Hovhannes Hambardzumyan ('77 )
4-2 Stephan Loncar ('90, sjálfsmark)

Henrikh Mkhitaryan, nýr leikmaður Roma, var allt í öllu í 4-2 sigri Armeníu á Bosníu í undankeppni Evrópumótsins í dag en leikið var í J-riðli.

Mkhitaryan, sem er á láni hjá Roma frá Arsenal, skoraði fyrsta markið á 3. mínútu áður en Edin Dzeko, liðsfélagi hans hjá Roma, jafnaði metin tíu mínútum síðar.

Mkhitaryan bætti við öðru marki á 66. mínútu og í fyrsta sinn sem hann skorar tvö landsliðsmörk í sama leiknum.

Amer Gojak jafnaði metin á 70. mínútu áður en Mkhitaryan lagði upp þriðja marki á 77. mínútu og Stephan Loncar, sem var ný kominn inná sem varamaður hjá Bosníu. gerði sjálfsmark undir lokin og 4-2 sigur liðsins staðreynd.

Armenía er í 3. sæti J-riðils með 9 stig eftir 6 leiki, þremur stigum á eftir Finnlandi sem mætir Ítalíu á eftir.


Athugasemdir
banner