Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 08. september 2020 14:15
Elvar Geir Magnússon
Á vettvangi Heysel harmleiksins
Icelandair
King Baudouin leikvangurinn.
King Baudouin leikvangurinn.
Mynd: Getty Images
Leikur Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld fer fram á King Baudouin leikvangnum, þjóðarleikvangi Belgíu.

Leikvangurinn hét áður Heysel völlurinn en á honum varð harmleikur árið 1985 þegar 39 fótboltaáhorfendur týndu lífi.

Juventus og Liverpool áttust þá við í úrslitaleik Evrópukeppninnar en fyrir leikinn var óttast að fótboltabullulæti myndu eiga sér stað. Sá ótti var á rökum reistum.

Af þeim 39 sem létust voru 32 Ítalir en veggur gaf sig þegar fólk var að flýja slagsmál í stúkunni. Fórnarlömbin krömdust til dauða.

UEFA fékk mikla gagnrýni fyrir skipulag sitt í kringum leikinn og fyrir að þessi leikvangur var valinn vettvangur fyrir úrslitaleikinn, í ljósi þess að hann var í mjög slæmu ástandi og vitað að öryggisatriði væru ekki í lagi.

Leikvangurinn var endurreistur 1995 en hann tekur 50 þúsund áhorfendur. Það er þó áhorfendabann í gangi í landsleikjum vegna heimsfaraldursins og því tómlegt á leikvanginum stóra í kvöld.

Leikur Belgíu og Íslands hefst 18:45.
Athugasemdir
banner
banner
banner