þri 08. september 2020 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martínez, þjálfari Belga: Þekkjum Ísland mjög vel
Icelandair
Roberto Martinez.
Roberto Martinez.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, hrósaði hugarfari íslenska landsliðsins eftir 5-1 sigur hans manna í Þjóðadeildinni í kvöld.

Hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson á Stöð 2 Sport.

„Ég er mjög ánægður með viðbrögðin eftir að Ísland skoraði. Þeir byrjuðu mjög vel og stóðu vel varnarlega. Þeir hefðu líklega átt að skora áður en þeir skoruðu markið sitt. Það tók okkur góða stund að átta okkur á því sem við þurftum að gera," sagði Martínez.

„Við þekkjum Ísland mjög vel. Þjálfari þeirra, Erik, er að þjálfa þetta lið í að verða mjög skipulagt. Það vantaði marga menn. Við höfum spilað Ísland nokkrum sinnum og vitum að þetta er lið með frábært hugarfar og lið sem getur ógnað."

„Við horfðum á leikinn gegn Englandi og okkur fannst Íslendingar óheppnir að fá ekki góð úrslit þar," sagði Martínez.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner