mið 08. september 2021 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Deeney stefnir á að fjárfesta í Birmingham
Mynd: Getty Images
Troy Deeney gekk til liðs við Birmingham á dögunum frá Watford.

Hann var á mála hjá Watford í 11 ár. Hann er fæddur í Birmingham en hafði aldrei fyrr en nú leikið með félaginu.

Hann var gestur hjá fyrrum liðsfélaga sinum hjá Watford, Ben Foster í podcastþættinum Fozcast Podcast. Þar var hann spurður út í það hvenær hann hafði hug á því að fjárfesta í Birmingham. Hann hafði nefninlega grínast með það við félaga sinn að hann myndi fyrr fjárfesta í liðinu en að ganga til liðs við það.

„Það eru tveir atvinnumenn frá Birmingham sem ég hefði áhuga á að vera með í að fjárfesta í félaginu. Ég hef það fínt en ekki svo gott að geta fjárfest núna. Ég myndi skoða það eftir 3-5 ár," sagði Deeney.

„Birmingham er sofandi risi, ef þeir fá einhvern inn til að gera hlutina almennilega gæti félagið orðið algjört skrímsli," sagði Foster.

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner