Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. september 2021 10:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn 17 ára Kristian Nökkvi í Meistaradeildarhóp Ajax
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi Hlynsson, 17 ára gamall leikmaður íslenska U21 landsliðsins, hefur verið valinn í Meistaradeildarhópinn hjá hollenska stórliðinu Ajax.

Hann getur því komið við sögu í leikjum liðsins í Meistaradeildinni á tímabilinu.

Það er ljóst að Kristian er inn í myndinni hjá aðalliðinu. Hann hefur verið að æfa með aðalliðinu - þrátt fyrir mjög ungan aldur - og spila með varaliðinu í næst efstu deild Hollands.

Á aðalliðsæfingum er hann kallaður Kevin de Bruyne. „Ég er kallaður Kevin í aðalliðinu. Ég átti að taka nýliðavígslu þar og segja nafnið mitt 'Kristian' og þá kom (Dusan) Tadic og sagði: 'Heitir hann ekki Kevin?' Það var mjög fyndið," sagði Kristian við Fótbolta.net fyrr í þessari viku.

„Þetta tímabil ætla ég að reyna að vera í varaliðinu og gera vel þar," sagði Kristian en varalið Ajax spilar í B-deildinni í Hollandi.

Kristian er ekki eini ungi Íslendingurinn sem er í Meistaradeildarhóp. Hinn 19 ára gamli Andri Lucas Guðjohnsen er í hóp hjá Real Madrid, hvorki meira né minna.

Kristian Nökkvi byrjaði hjá U21 landsliðinu gegn Grikklandi í gær, í 1-1 jafntefli. Hann sýndi flotta takta í leiknum.


Kristian Nökkvi: Þá kom Tadic og sagði 'heitir hann ekki Kevin?'
Athugasemdir
banner
banner