Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. september 2021 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tiote hefði auðveldlega getað spilað í toppliði - „Algjört skrímsli"
Mynd: Getty Images
Danny Guthrie leikmaður Fram var gestur hjá Jóa Skúla í Draumaliðinu.

Hann valdi ellefu manna byrjunarlið úr leikmönnum sem hann hefur spilað með. Hann á leiki í Ensku Úrvalsdeildinni með Liverpool, Newcastle, Bolton og Reading.

Hann valdi Cheick Tiote í liðið sitt en þeir léku saman með Newcastle frá 2010-2012. Tiote fór frá Newcastle til Beijing Enterprises árið 2017. Hann hneig niður á æfingu liðsins það ár og lést úr hjartaáfalli.

Guthrie segir að hann hefði geta spilað með einu af stærstu liðum Englands.

„Hann er sá besti sem ég hef séð, hann var sá besti í Úrvalsdeildinni á þessum tíma, það vildu öll lið fá hann. Enginn hafði heyrt um hann fyrr en hann kom til Newcastle. Á fyrstu æfingunni var hann að rústa öllum. Hann þekkti sína styrkleika, orka, styrkur, hann var algjört skrímsli. Það var erfitt að slá hann út úr liðinu. Chelsea reyndi svo mikið að fá hann."

Jói spyr Guthrie hvort Tiote hefði auðveldlega geta spilað í toppliði?

„Auðveldlega, mér dettur ekkert lið í hug sem hefði ekki geta notað hann. Hann var svo ráðandi á miðjunni, sterkur og ákafur í að vinna boltann, gat hlaupið. Topp leikmaður"
Athugasemdir
banner
banner