Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. september 2021 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Viljum ekki vera með leikmenn sem vilja ekki vera hjá okkur"
Montejo hér fyrir miðju fagnar marki í síðasta leik sínum fyrir Þór í sumar
Montejo hér fyrir miðju fagnar marki í síðasta leik sínum fyrir Þór í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Freyr Hjaltalín hætti sem þjálfari Þórs á dögunum. Hann tók við þjálfun liðsins eftir síðasta tímabil en gengið á þessu ári hefur verið erfitt og þá sérstaklega að undanförnu.

Í síðustu átta leikjum (sjö í deild og einn í bikar) hefur liðið ekki skorað mark og tapað sjö af þeim. Liðið er í 10. sæti Lengjudeildarinnar og getur enn tölfræðilega fallið.

Fótbolti.net heyrði í honum í gær og spurði hann m.a. út í þessa markaþurrð.

Gengið í síðustu leikjum er búið að vera erfitt, er eitthvað sýnilegt sem gerist eða er það bara minnkandi sjálfstraust með hverjum leik?

„Þegar við leyfum Alvaro að fara þá átti ég þrjá leikmenn sem hefðu getað leyst hann af hólmi en þeir meiðast allir í eiginlega sömu vikunni og eru frá út tímabilið. Þá þurftum við að setja varnarmann upp á topp og einn sautján ára inn."

„Við spiluðum illa í nokkrum af þessum leikjum en síðustu þrír voru allt í lagi, við gátum bara ekki skorað. Við fengum alveg aragrúa af færum í þessum leikjum."

Alvaro yfirgaf Þór í lok júní til að spila með liði sínu heima á Spáni. Þú segir að 'við leyfum Alvaro að fara', hver tekur þessa ákvörðun og var aldrei spurning um að hleypa honum til Spánar?

„Við viljum ekki hafa leikmenn hjá okkur sem vilja ekki vera hjá okkur. Hann var með bullandi heimþrá og við vorum ekki að fara standa í vegi fyrir honum með það. Við vorum á þeim tíma í fínum málum og mér fannst það vera kjörið tækifæri fyrir okkar stráka að stíga upp og taka við keflinu."

Alvaro spilaði 7 leiki í deildinni á þessari leiktíð og skoraði fjögur mörk áður en hann hélt út. Þetta var fjórða tímabilið hans hjá Þór en hann skoraði 47 mörk í 72 leikjum fyrir liðið í deild og bikar.
Athugasemdir
banner