Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. september 2022 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliðinn framlengir í Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn Magnús Þór Magnússon framlengdi í vikunni samning sinn við Keflavík út tímabilið 2024.

„Maggi er uppalinn Keflvíkingur og hefur verið einn allra besti og mikilvægasti leikmaður liðsins síðan hann gekk aftur til liðs við okkur fyrir tímabilið 2019 eftir nokkur ár í Njarðvík," segir í tilkynningu Keflavíkur.

Magnús hefur verið fyrirliði liðsins síðan 2019. Hann er þrítugur miðvörður sem lék sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 2009. Gamli samningur Magnúsar var að renna út eftir tímabilið.

Í sumar hefur Magnús spilað átján af 20 leikjum Keflavíkur í deildinni. Rætt var um lið Keflavíkur í Innkastinu eftir síðustu umferð. Hægt er að hlusta á það neðst í fréttinni.

Þessir eru að renna út á samningi hjá Keflavík:
Dani Hatakka 1994 15.11.2022
Sindri Kristinn Ólafsson 1997 31.12.2022
Joey Gibbs 1992 31.12.2022
Dagur Ingi Valsson 1999 16.10.2022
Kian Williams 2000 31.12.2022
Ingimundur Aron Guðnason 1999 31.12.2022
Edon Osmani 2000 16.10.2022
Adam Árni Róbertsson 1999 31.12.2022
Rúnar Þór Sigurgeirsson 1999 31.12.2022
Rúnar Gissurarson 1986 31.12.2022
Innkastið - Níu eða tíu fingur og eitt stykki Beershot
Athugasemdir
banner
banner
banner