sun 08. október 2017 12:50
Elvar Geir Magnússon
Laugardal
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Kosóvó
Icelandair
Frá landsliðsæfingu í hádeginu.
Frá landsliðsæfingu í hádeginu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðs og Siggi Dúlla.
Emil Hallfreðs og Siggi Dúlla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net býst við því að Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, haldi sig við sama byrjunarlið og vann Tyrkland 3-0 í Eskisehir.

Hann sagði á fréttamannafundi í morgun að allir væru klárir í æfingu nema Björn Bergmann Sigurðarson sem er á meiðslalistanum og tekur ekki þátt.



Ólíklegt verður að teljast að farið verði í 4-5-1 þar sem Kosóvó er einfaldlega mótherji sem við eigum að vinna.

Emil Hallfreðsson kemur úr leikbanni og gerir vissulega sterkt tilkall til að byrja eftir frábæran leik gegn Úkraínu en ólíklegt er að hann byrji nema bakslag komi upp varðandi Aron Einar Gunnarsson.

Kári Árnason er á flottu skriði og skoraði gegn Tyrkjum. Hann heldur Sverri Inga Ingasyni því líklega úti.

Sjá einnig:
Heimir: Skiptir engu hverja ég vel í liðið

Fótbolti.net er með alla anga úti í umfjöllun um leikinn gegn Kosóvó og hægt er að fylgjast með bak við tjöldin á samskiptamiðlum okkar, þar á meðal Fotboltinet á Snapchat.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu hérna

Staðan? Skoðaðu möguleikana í riðli Íslands

Smelltu hér til að sjá líkegt byrjunarlið

Með því að smella hér má hlusta á ítarlega upphitun fyrir leikinn úr útvarpsþættinum



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner