Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 08. október 2019 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Bronsstytta af Zlatan reist í Malmö
Zlatan Ibrahimovic er goðsögn í Svíþjóð
Zlatan Ibrahimovic er goðsögn í Svíþjóð
Mynd: Getty Images
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic var mættur á sérstakan viðburð í Malmö í dag en það var reist bronsstytta af honum fyrir utan leikvang Malmö FF.

Zlatan er einhver besti knattspyrnumaður í sögu Svía en hann hefur leikið með félögum á borð við Ajax, Milan, Inter, Juventus, Barcelona, Paris Saint-Germain, Manchester United og nú með Los Angeles Galaxy.

Hann hefur ellefu sinnum unnið gullboltann í Svíþjóð á sérstakri árshátíð sænska knattspyrnusambandsins en það er Aftonbladet sem stendur fyrir valinu.

Sænska knattspyrnusambandið komst að samkomulagi um að reisa því styttu af Zlatan fyrir utan leikvanginn hjá Malmö. Peter Linde gerði styttuna en hún er 2,7 metrar á hæð.

Zlatan spilaði í 4-2 tapi gegn Houston Dynamo í MLS-deildinni á dögunum en fékk leyfi til að fljúga heim til Malmö til að vera viðstaddur opinberun styttunnar.

„Þegar þú ferð til New York þá ertu með frelsisstyttuna en þegar þu ferð til Svíþjóðar þá ertu með styttu af Zlatan," sagði Zlatan í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner