Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 08. október 2020 21:37
Elvar Geir Magnússon
Hamren talaði við dóttur sína í Dúbaí strax eftir leikinn
Icelandair
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var létt yfir Erik Hamren, landsliðsþjálfara Íslands, á fréttamannafundi eftir leik í kvöld. Hann var meðal annars spurður út í umdeildu atvikin í dómgæslunni en hann hafði ekki gefið sér tíma til að skoða þau aftur.

„Ég hef ekki skoðað neitt, ekki rangstöðuna þar sem Alfreð skoraði og ekki vítið sem þeir fengu. Ég spjallaði við dóttur mína sem er í Dúbaí og hún sagði að vítaspyrnudómurinn hafi verið rangur," segir Hamren.

„Það er mikil gleði eftir þennan leik. Eftir svona leik er þetta annað hvort helvíti eða himnaríki. Það er mikill munur þar á og gott að vera í himnaríki! Frammistaða liðsins var góð og þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur."

Á fundinum fékk Guðlaugur Victor Pálsson hrós frá Hamren en hann hefur leikið sérstaklega vel í síðustu landsleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner