Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. október 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Varnarmenn Inter með kórónaveiruna
Alessandro Bastoni í leik með Inter gegn Genoa
Alessandro Bastoni í leik með Inter gegn Genoa
Mynd: Getty Images
Alessandro Baston, varnarmaður Inter og U21 árs landsliðs Ítalíu, er með kórónaveiruna en Inter staðfesti þetta í tilkynningu í gær. Þá telja ítalskir miðlar að Milan Skriniar hafi greinst með veiruna.

Bastoni var í landsliðsverkefni með U21 árs landslið Ítalíu er hann greindist með veiruna. Þá er talið að Marco Carnesecchi, markvörður Atalanta, hafi verið hinn leikmaðurinn sem smitaðist.

Þeir voru báðir sendir heim og eru nú í sóttkví samkvæmt reglum en Ítalía mætir Íslandi á morgun á Víkingsvelli.

Samkvæmt ítölsku miðlunum er Milan Skriniar, miðvörður Inter, einnig með veiruna en hann er talinn hafa smitast í landsliðsverkefni með Slóvakíu.
Athugasemdir
banner
banner