banner
   fös 08. október 2021 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sex stjórar sem nýir eigendur Newcastle gætu horft til
Bruce kveður væntanlega.
Bruce kveður væntanlega.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce mun væntanlega fá reisupassann hjá Newcastle í kjölfarið á eigendaskiptum hjá félaginu.

Fjárfestar frá Sádi-Arabíu gengu frá kaupum á Newcastle í gær. Sádarnir hafa í talsverðan tíma reynt að eignast félagið en lent í ýmsum hindrunum. Nú hafa þeir hinsvegar fengið grænt ljós frá ensku úrvalsdeildinni og kaupin hafa gengið í gegn.

Stuðningsmenn Newcastle hafa flestir fagnað skiptunum mikið í ljósi þess að Mike Ashley á ekki félagið lengur, en skiptin eru líka mjög umdeild.

Sádarnir munu koma inn með mikinn pening í félagið og hafa strax komið fréttir um að nýir eigendur ætli að reka Bruce, sem núna stýrir liðinu. Það er líklega ekki betri tími fyrir það en núna þar sem landsleikjahlé er í gangi.

Telegraph ákvað að taka saman lista yfir sex stjóra sem gætu tekið við af Bruce. Hér að neðan má sjá hverjir voru nefndir.
Athugasemdir
banner
banner