fös 08. október 2021 23:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ánægður með brot Ísaks þrátt fyrir að hann sé kominn í bann
Icelandair
Bæði Birkir Már og Ísak Bergmann verða í leikbanni á mánudag.
Bæði Birkir Már og Ísak Bergmann verða í leikbanni á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson fékk gult spjald í uppbótartíma í kvöld og er því í banni gegn Liechtenstein á mánudag. Brotið fékk hann í uppbótartíma og skrifar Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is eftirfarandi á Twitter:

„Ekkert eðlilega heimskulegt gult spjald hjá hinum annars klóka Ísaki Bergmann. Banni á mánudag."

Arnar Þór Viðarsson sat fyrir svörum á fréttamannafundi eftir leikinn í kvöld og var spurður út í gulu spjöldin og leikbönnin.

Þrjú gul spjöld og þrír á leiðinni í bann. Hvernig horfir það við þér? Kannski sérstaklega með Ísak þar sem hann byrjaði ekki í dag og getur svo ekki spilað á mánudag.

„Við erum að missa þrjá leikmenn í bann og við vitum það öll að við getum ekki valið úr 100 leiknum eins og aðrar þjóðir," sagði Arnar.

„Það er slæmt en Ísak er að taka sitt spjald fyrir hópinn. Það er mjög auðvelt að vera eigingjarn á því augnabliki og brjóta ekki. Hann gerir það sem hann á að gera, fyrir liðið og leikinn á þeim tíma. Þa sýnir hversu þroskaður hann er," sagði Arnar.

„Mér finnst mjög leiðinlegt að geta ekki hjálpað liðinu, en það er bara áfram gakk," sagði Ísak sjálfur í viðtali eftir leik.

Höddi rifjar einnig upp ummæli Lars Lagerback um gul spjöld leikmanna. Tístin má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner