Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 08. október 2021 22:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar svekktur með markið: Mjög súrt með allri þessari nútímatækni
Icelandair
Dómararnir æfðu VAR fyrir leik.
Dómararnir æfðu VAR fyrir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar á hliðarlínunni í dag.
Arnar á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson ræddi við fjölmiðla eftir leik Íslands og Armeníu í kvöld.

Upphafsspurningin var út í frammistöðuna í leiknum og hvernig hann meti þessi úrslit.

„Ég er mjög sáttur við okkar leik fram að þeirra marki. Við stjórnuðum leiknum alveg en það sem vantaði fram að þeirra marki var meira tempó. Við vorum að finna svæðin sem við vildum finna, vorum að losa okkar miðjumenn í þau svæði sem við vildum fá þá. Það sem vantaði var aðeins meira tempó til að skera línurnar aðeins fyrr og í rauninni útiloka aðeins leikmenn í armenska liðinu til að geta sótt," sagði Arnar.

Dýrt að gera lítil mistök
„Við fáum mjög gott færi þegar Viðar Örn skýtur yfir. Við fáum líka 3-4 móment til að gera aðeins betur. Það er mjög súrt að með allri þessari nútímatækni að fá á sig mark sem kemur eftir augnablik þar sem við áttum að fá horn."

„Boltinn er bara kominn út af og 45 sekúndum seinna skora þeir. Þetta var þeirra fyrsta skot á markið og eftir það datt botninn úr þessu fram að hálfleik.

„Það er bara eðlilegt, þetta eru þessi litlu skref sem þarf að taka. Við þurfum að læra að það er mjög dýrt að gera lítil mistök. Við gerum 2-3 lítil mistök áður en þeir skora, við vinnum boltann og töpum honum strax aftur. Við vorum ekki nægilega agressívir í pressunni við teiginn og erum ekki að dekka nógu vel þegar þeirra vinstri bakvörður skorar."


Sjá einnig:
Hvernig fékk mark Armeníu að standa? - Boltinn lengst út af

Ánægður með skiptingarnar
„Ég var mjög ánægður með hvernig við komum út í seinni, fyrstu fimm mínúturnar voru áframhald en svo tókum við aftur yfir leikinn og jöfnuðum verðskuldað. Ef það er eitthvað lið sem á að vinna þennan leik þá eru það við. Við stjórnuðum leiknum lengstum, þeir voru að bíða eftir þessum upphlaupum."

„Ég er mjög ánægður með skiptingarnar, mjög ánægður hvernig menn komu inn undir þessum erfiðu kringumstæðum. Heilt yfir er ég sáttur þótt maður hefði auðvitað vilja vinna. Við eigum að geta unnið svona lið ef við erum aðeins þroskaðari. Það kemur,"
sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner