Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. október 2021 08:20
Elvar Geir Magnússon
Asensio orðaður við Liverpool - Lampard og Gerrard á blaði Newcastle
Powerade
Marco Asensio er orðaður við Liverpool.
Marco Asensio er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Lampard er orðaður við stjórastarf Newcastle.
Lampard er orðaður við stjórastarf Newcastle.
Mynd: Getty Images
Harry Winks orðaður við Everton.
Harry Winks orðaður við Everton.
Mynd: Getty Images
Juventus er meðal félaga sem vilja fá hinn eftirsótta Dusan Vlahovic.
Juventus er meðal félaga sem vilja fá hinn eftirsótta Dusan Vlahovic.
Mynd: Getty Images
Asensio, Lampard, Gerrard, Pogba, Sterling, Dembele, McKennie, Winks og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman.

Liverpool íhugar að gera tilboð í spænska vængmanninn Marco Asensio (25) hjá Real Madrid. Asensio er sagður óánægður á Bernabeu. (Mirror)

Nýir eigendur Newcastle stefna að því að gera félagið eins stórt og Manchester City og Paris St-Germain sem einnig hafa eigendur frá Mið-Austurlöndum. (Times)

Frank Lampard, fyrrum stjóri Chelsea, og Steven Gerrard, stjóri Rangers, eru orðaðir við stjórastarfið hjá Newcastle. Steve Bruce býst við að missa starf sitt. (Telegraph)

Juventus hefur sett 25,4 milljóna punda verðmiða á bandaríska miðjumanninn Weston McKennie (23) sem er á óskalista Tottenham. (Calcio Mercato)

Paul Pogba (28), miðjumaður Manchester United, segist enn vera í sambandi við fyrrum liðsfélaga sína hjá Juventus en franska stórstjarnan segist einbeita sér að því tímabili sem nú er í gangi. (Sport Mediaset)

Manchester City er að gera sig tilbúið í samningaviðræður við Raheem Sterling (26). Félagið vill ekki selja enska sóknarleikmanninn sem á innan við tvö ár eftir af núgildandi samningi. (Sun)

Barcelona hefur verið orðað við Sterling og Manchester City mun biðja um franska vængmanninn Ousmane Dembele (24) í skiptum ef Börsungar hafa samband. (El Nacional)

Divock Origi (26), sóknarmaður Liverpool, hefur verið boðinn til Barcelona fyrir janúargluggann. Samningur Belgans rennur út eftir tímabilið og hann fær lítinn spiltíma hjá Jurgen Klopp. (Sun)

Enski miðjumaðurinn Harry Winks (25) gæti fært sig frá Tottenham til Everton í janúar til að fá meiri spiltíma. (Caughtoffside)

Juventus og Inter vilja fá belgíska bakvörðinn Timothy Castagne (25) frá Leicester. (Le Derniere Heure)

Arsenal íhugar að gera tilboð í íranska sóknarmanninn Sardar Azmoun (26) hjá Zenit í Pétursborg og fá hann í staðinn fyrir Alexandre Lacazette en samningur franska sóknarmannsins rennur út næsta sumar. (Onze Mondial)

Valencia, Real Betis og Rayo Vallecano munu öll reyna að fá Alexis Sanchez (32). Þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Manchster United er dottinn út úr myndinni hjá Inter. (Gazzetta dello Sport)

AC Milan vill fá franska varnarmanninn Samuel Umtiti (27) frá Barcelona í janúar. Umtiti er einnig orðaður við Newcastle eftir eigendaskiptin. (Calcio Mercato)

Andrea Belotti (27), sóknarmaður Torino, gæti farið á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út. (Fabrizio Romano)

Serbneski sóknarmaðurinn Dusan Vlahovic (21) hjá Fiorentina og argentínski sóknarmaðurinn Mauro Icardi (28) hjá PSG eru á blaði hjá Juventus. (Gazzetta dello Sport)

Manchester United og Chelsa hafa áhuga á enska framherjanum Emre Tezgel (16) hjá Stoke City. Manchester City fylgist einnig með táningnum. (Star)

Manchester City og Leeds United hafa áhuga á Mateo Joseph (19), sóknarmanni Espanyol. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner