Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 08. október 2021 17:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Íslands: Fyrsti landsleikur hjá Elíasi
Icelandair
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jóhann Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 21 árs gamli Elías Rafn Ólafsson byrjar í kvöld sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætir Armeníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli.

Elías Rafn, sem er stór og stæðilegur, hefur slegið í gegn að undanförnu með Midtjylland, sem er besta liðið í Danmörku í augnablikinu.

Hann fær tækifæri í kvöld og verður gaman að sjá hvernig hann kemur inn í liðið.

Þá byrjar Þórir Jóhann Helgason, leikmaður Lecce, sinn annan landsleik í röð. Þessi uppaldi Haukamaður kom ágætlega inn gegn Þýskalandi og heldur sæti sínu.



Staðan í riðlinum:
1. Þýskaland - 15 stig
2. Armenía - 11 stig
3. Rúmenía - 10 stig
4. Norður-Makedónía - 9 stig
5. Ísland - 4 stig
6. Liechtenstein - 1 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner