Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. október 2021 20:42
Fótbolti.net
Einkunnagjöf Íslands: Öflug innkoma hjá Ísaki
Icelandair
Ísak jafnaði leikinn.
Ísak jafnaði leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Flott tilþrif hjá Alberti í leiknum.
Flott tilþrif hjá Alberti í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir hefur eiginlega alltaf verið meira áberandi en í dag.
Birkir hefur eiginlega alltaf verið meira áberandi en í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætti Armeníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli, Armenar komust yfir í fyrri hálfleik en Ísak Bergmann jafnaði leikinn í seinni.

Svona er einkunnagjöf Fótbolta.net frá leiknum.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Armenía

Elías Rafn Ólafsson 6
Öruggur í sínum aðgerðum, þurfti ekki að verja skot og gat ekkert gert í markinu hjá Armenum.

Birkir Már Sævarsson 6
Var ekki nægilega nálægt sínum manni í marki Armena. Bjargaði virkilega vel á 59. mínútu þegar Armenarnir voru komnir í mjög vænlega stöðu. Gerði vel í jöfnunarmarkinu, vann boltann við endalínu og fann Ísak í teignum.

Brynjar Ingi Bjarnason 5 ('45)
Mikill hraði og góður leiklestur. Var mjög tæpur sérstaklega í eitt skiptið en það slapp fyrir horn.

Hjörtur Hermansson 5 ('67)
Allt í lagi frammistaða. Lenti aldrei í miklum vandræðum.

Ari Freyr Skúlason 6
Stóð fyrir sínu, barátta, dugnaður og andi. Ekkert út á hann að setja.

Guðlaugur Victor Pálsson 4
Afleit útsala í marki Armena sem riðlar öllu skipulagi í vörninni. Dýrkeypt í leik þar sem bæði lið skora eitt mark.

Þórir Jóhann Helgason 5 ('90)
Fín hlaup á miðjunni, dugnaður og bjó til pláss fyrir aðra. Góð sending á Ísak í fyrsta færi Íslands í seinni hálfleik en vantaði aðeins meira frá honum sóknarlega.

Birkir Bjarnason 4
Mjög lítið áberandi í þessum leik. Maður vonast eftir meira frá Birki.

Jón Dagur Þorsteinsson 7 ('81)
Líflegur, áræðinn og er með þannig nálgun að maður var spenntur að sjá hvað hann myndi gera næst þegar hann fékk boltann. Flottur leikur hjá Jóni.

Albert Guðmundsson 5
Frekar oft svona 'næstum því' augnablik. Flottir taktar en svo rann hann og náði ekki að koma boltanum á næsta mann. Var óheppinn að skora ekki í fyrri hálfleik þegar boltinn fór meðfram marklínu Armena. Maður er enn að bíða eftir að sjá bestu útgáfuna af Alberti með landsliðinu.

Viðar Örn Kjartansson 4 ('45)
Fékk eitt færi en skaut hátt yfir úr vítateignum. Annars lítið áberandi og kom vart við boltann á þeim tíma sem hann var inn á.

Varamenn:

Ísak Bergmann Jóhannesson 7 ('45) - Maður leiksins
Kom inn með krafti og var óhræddur í sinni nálgun. Orkan til fyrirmyndar og viljinn til að gera vel virkilega sýnilegur. Ekkert óðagot í markinu, virkilega vel tekið!

Daníel Leó Grétarsson 6 ('45)
Bauð upp á sendingar með vinstri en gaf okkur lítið meira en hægri fótar sendingar Brynjars í fyrri.

Sveinn Aron Guðjohnsen 6 ('67)
Náði ekki að hafa mikil áhrif á leikinn.

Mikael Neville Anderson ('81)
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.

Mikael Egill Ellertsson ('90)
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner