fös 08. október 2021 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bissouma nafngreindur - Sá sem var handtekinn
Yves Bissouma.
Yves Bissouma.
Mynd: Getty Images
Fyrr í þessari viku var fótboltamaður á mála hjá Brighton handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot. Yves Bissouma, miðjumaður liðsins, var handtekinn í vikunni.

Hann er nafngreindur af enska götublaðinu The Sun. Nafn hans hefur verið í umræðunni á samfélagsmiðlum í tengslum við handtökuna vegna myndbands sem var birt af handtökunni. Fólk hefur bent á að Bissouma sé maðurinn á myndbandinu.

Núna hefur The Sun ákveðið að nafngreina fótboltamanninn, sem er núna laus gegn tryggingu.

Bissouma er 25 ára gamall og hefur leikið með Brighton frá 2018. Hann var handtekinn aðfaranótt miðvikudags og eyddi deginum í varðhaldi.

Rannsókn á málinu stendur yfir. Vinur Bissouma, sem er töluvert eldri, var einnig handtekinn.

Bissouma er einn besti leikmaður Brighton, sem er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Brighton er að aðstoða við rannsókn málsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner