Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 08. október 2021 23:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar meiddur - Mátu að örvfættur miðvörður væri betri kostur
Icelandair
Daníel Leó Grétarsson kom inn á í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu.
Daníel Leó Grétarsson kom inn á í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Brynjar Ingi er tæpur í náranum.
Brynjar Ingi er tæpur í náranum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert í leiknum í kvöld.
Albert í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson var spurður út í ástæðuna fyrir skiptungunum í hálfleik í leik Íslands og Armeníu í kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson og Daníel Leó Grétarsson komu inn á fyrir Viðar Örn Kjartansson og Brynjar Inga Bjarnason.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Armenía

Ánægðir með Daníel
Var annar þeirra meiddur?

„Brynjar var meiddur. Við vildum ekki taka neina sénsa. Hann var tæpur og við vildum nýta gluggann fyrir skiptingar í hálfleik í staðinn fyrir að skipta honum út af eftir fimm mínútur í síðari hálfleik."

„Daníel Leó kom mjög vel inn í leikinn. Við erum mjög ánægðir fyrir hans hönd. Þetta er í fyrsta skipti sem hann er hérna með okkur og hann hefur ekki verið að spila mikið. Við unnum fleiri einvígi og seinni bolta í síðari hálfleik, komum okkur í betri stöður til þess að vinna þessa bolta,“
sagði Arnar.

Albert í sömu stöðu og hjá AZ
„Við vildum fá Albert meira centralt, vera aðeins meira í boltanum. Þegar hann var í boltanum í fyrri hálfleik þá fannst okkur hann vera hættulegur. Það var ástæðan fyrir skiptingunum í hálfleik."

Ertu kominn nær því að sjá hvar Albert hentar liðinu best?

„Í fyrri hálfleik hafði hann mikið frjálsræði og var mikið í 'tíu' svæðinu og hann er í rauninni að spila nákvæmlega þessa stöðu hjá AZ. Það var ætlunin að fá hann og Viðar saman í þessum svæðum. Þegar Albert er einn upp á topp þá vantar oft stuðninginn í kringum hann. Við þurfum að laga þessar tengingar milli manna. Þetta er akkúrat það sem við erum að leita eftir; hvað verður best og hvernig verðum við að spila eftir nokkra mánuði."

Fréttaritari var forvitinn hvers vegna Daníel Leó kom inn á en ekki Ari Leifsson, Ari var í upprunalega hópnum en Daníel var kallaður inn vegna meiðsla Jóns Guðna. Er það af því Daníel er örvfættur eða stóð hann sig betur á æfingum í vikunni?

„Nei, það er voðalega erfitt að spila sig inn í liðið á æfingum fyrir landsleik. Þetta er nánast taktík allan tímann og hundleiðinlegar æfingar. Daníel var valinn í hópinn sem vinstri hafsent. Ég veit að Ari getur spilað bæði hægri og vinstri, við tókum bara þá ákvörðun að það væri betra að vera með örvfættan miðvörð í seinni hálfleik heldur en Ara. Ég þekki Ara mjög vel, hann hefði líka gert þetta upp á tíu."

Andrarnir ættu að geta spilað en óvíst með Brynjar
Hvernig er staðan á Andra Lucasi, Andra Fannari og Brynjari Inga? Geta þeir spilað á mánudag?

„Við tókum þá ákvörðun strax á þriðjudag að Andrarnir myndu ekki spila í dag. Þeir ættu báðir að vera klárir á mánudaginn."

„Brynjar Ingi fékk eitthvað í náranum. Ég veit ekki hvernig það verður en ég held það verði í lagi,"
sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner