fös 08. október 2021 08:54
Elvar Geir Magnússon
Dómari leggur til frávísun í máli Ronaldo
Ronaldo fagnar marki með Manchester United.
Ronaldo fagnar marki með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Dómari í Nevada í Bandaríkjunum hefur tekið málstað verjanda Cristiano Ronaldo og leggur til frávísun í máli hans. Ronaldo er sakaður um nauðgun í Las Vegas 2009.

Dómarinn Daniel Albregts leggur til frávísun vegna formgalla og segir að lögmaður konunnar sem ásakar Ronaldo byggi málið á stolnum gögnum. Kathryn Mayorga heitir konan sem sakar Ronaldo um að hafa nauðgað sér fyrir tólf árum síðan.

„Það er strangt að vísa máli Mayorga frá vegna ósæmilegrar hegðunar lögmanns hennar. En því miður er það eina ásættanlega niðurstaðan til að tryggja sanngjörn réttarhöld," skrifar Albregts í tillögu til dómarans Jennifer Dorsey.

Peter Christiansen, lögmaður Ronaldo, sendi frá sér yfirlýsingu og lýsir yfir ánægju með að dómstóllinn ætli að fylgja lögum og vísa frá málinu gegn portúgalska landsliðsmanninum.

Ronaldo, sem gekk að nýju í raðir Manchester United í sumar, hefur neitað sök og sagði í yfirlýsingu 2018 að nauðgun væri alvarlegur glæpur sem stríðir gegn öllu sem hann stendur fyrir.
Athugasemdir
banner
banner
banner