Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 08. október 2021 22:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
„Elías í formi lífs síns þó hann sé ungur"
Icelandair
Elías og Mikael Neville á landsliðsæfingu.
Elías og Mikael Neville á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld þegar hann varði mark Íslands gegn Armeníu.

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson var spurður út í frumraun Elíasar á fréttamannafundi í dag.

Sjá einnig:
Elías Rafn: Maður er búinn að bíða eftir þessu lengi

Hvernig fannst þér hann komast frá sínu?

„Bara mjög vel, hann fékk bara ekki mikið að gera. Hann þurfti ekki að verja neitt, hann gat ekkert gert í markinu. Elías gerði nokkrum sinnum mjög vel að covera djúpu löngu boltana hjá þeim," sagði Arnar.

„Mér fannst hann rólegur, yfirvegaður og ekkert stress á honum. Því miður fær hann mark á sig sem hann getur ekki gert neitt í. Ég hefði frekar viljað að hann hefði fengið á sig fjögur skot því ég veit hann hefði varið þau."

Elías hefur varið mark Midtjylland að undanförnu og var valinn leikmaður mánaðarins í Superliga á dögunum. Arnar ræddi einnig um Elías við Vísi eftir leik.

„Elías Rafn er á góðum stað núna og er að spila frábærlega með félagsliði sínu. Hann er bara í formi lífs síns þó hann sé ungur,“ sagði Arnar við Vísi.

Hann var spurður hvort Elías væri orðinn aðalmarkvörður en vísaði þá í fyrri svör en hann hefur sagt að næsta ár muni vera nýtt í að finna aðalmarkmann.
Athugasemdir
banner
banner
banner