Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 08. október 2021 23:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Er einn af mönnunum sem munu þurfa að draga liðið á næstu árum"
Icelandair
Jón Dagur
Jón Dagur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson átti virkilega fínan leik gegn Armeníu í kvöld. Hann fékk tækifærið í byrjunarliðinu og fékk sjö í einkunn fyrir sína frammistöðu.

„Líflegur, áræðinn og er með þannig nálgun að maður var spenntur að sjá hvað hann myndi gera næst þegar hann fékk boltann. Flottur leikur hjá Jóni," segir í einkunnagjöf Fótbolta.net.

Á fréttamannafundi var Arnar Þór Viðarsson spurður út í Jón Dag.

„Ég var ánægður með Jón Dag. Það var kraftur í honum og þegar hann fann þessi 'cut' inn eins og hann gerir svo vel - kemur á hægri fótinn og fer framhjá baverðinum, þá vantaði svolítið upp á djúpu hlaupin hjá okkur af því Jón Dagur getur þá komið með góðar fyrirgjafir."

„Hann var rosalega duglegur. Ég þekki hann mjög vel, hef unnið með honum síðan ég kom til Íslands og veit hvað hann getur. Jón Dagur er einn af þessum leikmönnum sem munu þurfa að draga þetta lið á næstu árum,"
sagði Arnar.

Sjá einnig:
Jón Dagur: Eigum að setja markmið að vinna alla heimaleiki
Athugasemdir
banner
banner