Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 08. október 2021 06:00
Victor Pálsson
Gavi mætti fyrirmyndinni á miðvikudag
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Gavi varð á miðvikudaginn yngsti leikmaður í sögu Spánar til að byrja landsleik er Spánn vann Ítalíu 2-1 í Þjóðadeildinni.

Spánverjar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með þessum sigri en hinn 17 ára gamli Gavi fékk tækifærið á miðjunni.

Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, segir að Gavi hafi mætt fyrirmynd sinni í viðureigninni á miðvikudag, miðjumanninum Marco Verratti.

Verratti er leikmaður Paris Saint-Germain og einnig einn allra mikilvægasti leikmaður ítalska landsliðsins.

„Sjáið hversu góðir krakkarnir frá Spáni eru! Það er eðlilegt að sjá svona leikmann með þessa eiginleika og þetta sjálfstraust í fyrsta leiknum,“ sagði Enrique.

„Hann verður framtíð spænska landsliðsins og líka bara á næstunni. Verratti er hans fyrirmynd! Ég sagði honum að pressa Verratti alveg frá fyrstu mínútu og hann elskaði það.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner