Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. október 2021 18:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðjón Orri yfirgefur KR
Guðjón Orri Sigurjónsson.
Guðjón Orri Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson verður ekki áfram í herbúðum KR á næsta tímabili.

Guðjón Orri, sem er fæddur árið 1992, hefur verið varamarkvörður KR undanfarin tvö ár. Hann hefur á þessum tveimur árum komið við sögu í fjórum leikjum í deild og bikar.

Samningur Guðjóns er að renna út og getur hann samið við nýtt félag núna ef hann kýs að gera svo.

Hann er uppalinn hjá ÍBV, og spilaði með KFS og ÍBV til ársins 2015. Svo fór hann í Stjörnuna og spilaði einnig með Selfossi áður en hann gekk í raðir KR.

KR samdi í dag við Aron Snæ Friðriksson. Hann kemur frá Fylki. Aron Snær og Beitir Ólafsson munu berjast um markvarðarstöðuna hjá KR á næstu leiktíð.

Þessir eru að verða samningslausir hjá KR:
Óskar Örn Hauksson (1984) - 16.10
Pálmi Rafn Pálmason (1984) - 16.10
Theodór Elmar Bjarnason (1987) - Enginn samningur skráður
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (1986) - 16.10
Arnþór Ingi Kristinsson (1990) - 16.10
Aron Bjarki Jósepsson (1989) - 16.10
Guðjón Orri Sigurjónsson (1992) - 16.10
Valdimar Daði Sævarsson (2002) - 16.10

Sjá einnig:
Vill stækka hópinn - „Þurfum að klára að semja við menn sem eru hjá okkur"
Athugasemdir
banner
banner