Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 08. október 2021 10:31
Elvar Geir Magnússon
Jón Þór líklegur til að taka við Stjörnunni
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Jón Þór Hauksson er líklega að taka við Stjörnunni í efstu deild karla samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Jón Þór tók við Vestra á miðju tímabili í sumar og samdi út tímabilið. Það var forgangsatriði hjá félaginu að gera nýjan samning við Jón Þór en nú er útlit fyrir að hann taki við Garðabæjarliðinu.

Stjarnan fór í þjálfaraleit eftir að ljóst var að Þorvaldur Örlygsson tæki að sér annað starf hjá félaginu en hann er orðinn rekstrarstjóri knattspyrnudeildar.

Ágúst Gylfason, fyrrum þjálfari Gróttu og Breiðabliks, hefur líka verið orðaður við þjálfarastólinn í Garðabæ.

Jón Þór, sem er fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, er í miklum metum hjá Stjörnunni en hann var aðstoðarmaður Rúnars Páls Sigmundssonar fyrir nokkrum árum.

Tímabilið var erfitt hjá Stjörnunni í sumar og liðið endaði í sjöunda sæti Pepsi Max-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner