Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. október 2021 07:00
Victor Pálsson
Löngu hættur að telja mörk Lukaku
Mynd: EPA
Youri Tielemans, leikmaður Leicester og Belgíu, er löngu hættur að telja mörk framherjans Romelu Lukaku fyrir landsliðið.

Lukaku hefur náð ótrúlegri tölfræði með Belgíu en hann hefur nú skorað 69 mörk í 100 landsleiká 11 árum. Hann skoraði tvö í 3-2 tapi gegn Frökkum í gær í Þjóðadeildinni.

Lukaku er samningsbundinn Chelsea á Englandi og hefur skorað fjögur mörk í níu leikjum á tímabilinu.

Þessi 28 ára gamli leikmaður er markahæstur í sögu belgíska landsliðsins en Tielemans hætti að telja þessi mörk þegar talan var komin í 50.

„Romelu er frábær framherji og tölfræðin talar sínu máli og þá sérstaklega fyrir landsliðið,“ sagði Tielemans.

„Ég veit ekki hversu mörg mörk en ég hætti að telja í 50 því það var magnaður áfangi fyrir hann og landsliðið. Ég ætla ekki að tala um alla styrkleikana hans en það er mjög ánægjulegt að fá að spila með honum.“
Athugasemdir
banner
banner
banner