Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 08. október 2021 06:00
Victor Pálsson
Mjög svekktur í sumar - Beið og beið eftir tilboðum
Mynd: Getty Images
Framherjinn Paul Onuachu var gríðarlega vonsvikinn í sumar er hann komst að því að ekkert félag vildi næla í hann frá Genk í Belgíu.

Onuachu var orðaður við Watford, Arsenal og West Ham og hann sjálfur bjóst við því að kveðja Belgíu fyrir gluggalok og reyna fyrir sér í nýrri deild.

Onuachu skoraði 35 mörk fyrir Genk á síðustu leiktíð og heldur áfram að skora með 11 mörk í 14 leikjum í vetur.

Einhver lið voru að íhuga tilboð í leikmanninn en ekkert tilboð barst að lokum sem kom leikmanninum á óvart.

„Ég ætla ekki að ljúga. Ég bjóst við að æfa hjá Genk í nokkrar vikur eftir fríið og svo fara í nýtt félag,“ sagði Onuachu við belgíska miðla.

„Ég beið, beið og beið. Að lokum þá kom ekkert á borðið. Ég gat ekki gert meira til þess að tryggja félagaskipti. Fótboltaheimurinn er ekki alltaf sanngjarn.“

„Að auki þá voru mörg lið í veseni fjárhagslega eftir heimsfaraldurinn.“
Athugasemdir
banner
banner