Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 08. október 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mkhitaryan: Fannst Ísland ekki eiga neitt skilið úr leiknum
Icelandair
Armenía fagnar marki í leiknum.
Armenía fagnar marki í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Henrikh Mkhitaryan, skærasta stjarna Armeníu, var svekktur með að fá bara eitt stig úr leiknum gegn Íslandi í kvöld.

Hann segir að Ísland hafi ekki átt neitt skilið úr leiknum.

„Við spiluðum mjög vel. Við vorum með yfirburði og sköpuðum fullt af færum. Því miður skoruðum við ekki annað markið. Mér fannst þeir ekki eiga skilið neitt úr leiknum," sagði Mkhitaryan, sem leikur með Roma á Ítalíu, við Vísi eftir leik.

„Ef þú skorar ekki, þá ertu í hættu að fá á þig mark. Við gerðum okkar besta til að vinna leikinn. Við þurftum þrjú stig."

Hann var spurður út í álit sitt á íslenska liðinu. „Þetta er ekki liðið sem hefur verið að spila síðustu tíu ár þegar þeir voru bara að sparka langt og spiluðu með hávaxinn sóknarmann. Þeir voru að reyna að spila fótbolta á jörðinni."

„Ég óska þeim góðs gengis."
Athugasemdir
banner
banner
banner