Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 08. október 2021 15:22
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Eldur braust út á vellinum þar sem England spilar á morgun
Mynd: Getty Images
Bruni kom upp við aðstöðu sjónvarpsfólks við þjóðarleikvang Andorra, þar sem heimamenn mæta Englandi í undankeppni HM annað kvöld.

Eldurinn braust út rétt við varamannaskýlin á vellinum en undirlag hans er gervigras. Slökkviliðið var fljótt á vettvang og slökkti eldinn.

Eldurinn virðist ekki hafa farið inn á sjálfan vallarflötinn og engar fréttir hafa borist af því að eldurinn hafi áhrif á leikinn á morgun.

England vann Andorra 4-0 þegar liðin mættust á Wembley í síðasta mánuði.


Athugasemdir
banner