Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 08. október 2021 11:05
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Stuðningsmenn Newcastle fagna eigendaskiptunum
Mynd: Getty Images
Alan Shearer fyrrum markahrókur Newcastle fagnar eigendaskiptunum hjá félaginu og segir að það hafi verið löng bið eftir því að Mike Ashley myndi selja.

„Félagið hefur ekki haft metnað, þetta hefur bara snúist um að halda velli. Þetta félag og stuðningsmenn eiga meira skilið. Líf margra í borginni snýst um það hvort Newcastle vinni næsta leik. Ég skil ánægjuna í borginni og finn sömu tilfinningu," segir Shearer.

Nýju eigendurnir frá Sádi-Arabíu eru gríðarlega umdeildir vegna mannréttindabrota en það truflar ekki stuðningsmenn Newcastle sem eru nánast allir himinlifandi með eigendaskiptin.

Framtíð Steve Bruce er í óvissu, langflestir búast við því að hann verði rekinn og hann sjálfur er í þeim hópi. BBC segir að eigendurnir muni funda með Bruce í komandi viku.

Það var mikið um dýrðir fyrir utan St James's Park í gær þegar yfirtaka Sádana var staðfest, eins og sjá má á þessum myndum.
Athugasemdir
banner
banner
banner