Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. október 2021 17:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nafnarnir ekki í hóp - Sveinn Aron tekur númer bróður síns
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir leikmenn utan hóps hjá Íslandi gegn Armeníu í undankeppni HM í kvöld.

Andri Lucas Guðjohnsen, sem er á mála hjá stórveldinu Real Madrid, hefur verið tæpur vegna meiðsla í aðdraganda leiksins og hann er ekki á skýrslu. Bróðir hans, Sveinn Aron, tekur treyjunúmerið sem Andri var með í síðasta verkefni, númer 22.

Hinn 19 ára gamli Andri kom mjög sterkur inn í síðasta landsliðsverkefni - sem var hans fyrsta með A-landsliðinu - og skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir Ísland gegn Norður-Makedóníu.

Miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson var einnig tæpur fyrir leikinn og hann er ekki með í kvöld; hann er utan hóps.

„Andri Fannar hefur verið að glíma við meiðsli í nára. Hann er í skoðun hjá sjúkraþjálfurunum okkar. Það mun koma í ljós hversu mikið hann mun geta tekið þátt í þessu verkefni," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari, á fréttamannafundi fyrr í þessari viku.

Varamenn Íslands í dag:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
12. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
3. Alfons Sampsted
5. Guðmundur Þórarinsson
7. Ísak Bergmann Jóhannesson
14. Daníel Leó Grétarsson
15. Ari Leifsson
16. Stefán Teitur Þórðarson
17. Mikael Neville Anderson
18. Mikael Egill Ellertsson
19. Elías Már Ómarsson
22. Sveinn Aron Guðjohnsen

Sjá einnig:
Byrjunarlið Íslands: Fyrsti landsleikur hjá Elíasi
Athugasemdir
banner
banner
banner