Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. október 2021 22:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ótrúlegur einstaklingur og ótrúlegur íþróttamaður"
Icelandair
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson átti heilt yfir ágætan leik þegar Ísland gerði jafntefli við Armeníu í undankeppni HM í kvöld.

„Var ekki nægilega nálægt sínum manni í marki Armena. Bjargaði virkilega vel á 59. mínútu þegar Armenarnir voru komnir í mjög vænlega stöðu. Gerði vel í jöfnunarmarkinu, vann boltann við endalínu og fann Ísak í teignum," sagði í einkunnagjöf Fótbolta.net frá leiknum. Birkir Már fékk sex í einkunn.

Birkir varðist mjög vel í seinni hálfleiknum og svo gott sem bjargaði marki. Hann fékk hrós frá sérfræðingum RÚV eftir leik.

„Þetta var heimsklassa tækling. Hann gerði líka vel í fyrri hálfleik þar sem hann var að fórna sér fyrir skot. Birkir er ótrúlegur einstaklingur og ótrúlegur íþróttamaður. Það virðist aldrei ætla að hægjast á honum. Hundrað leikja maðurinn er enn að spila frábærlega vel. Það er mikilvægt að eiga mann eins og Birki með alla þessa reynslu að spila vel fyrir liðið okkar," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning.

Bæði Birkir Már, sem er 36 ára, og Birkir Bjarnason spiluðu landsleik númer 102 í kvöld. Þeim vantar tvo leiki til að jafna leikjamet Rúnars Kristinssonar með íslenska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner