Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 08. október 2021 19:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Hagi fór ansi illa með Rudiger
Ianis Hagi.
Ianis Hagi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna er í gangi leikur Þýskalands og Rúmeníu í riðli okkar Íslendinga í undankeppni HM.

Staðan þegar þessi frétt er skrifuð, er óvænt. Staðan er nefnilega 1-0 fyrir Rúmeníu.

Það var Ianis Hagi sem skoraði markið. Hann fór illa með Antonio Rudiger, varnarmann Þýskalands, og skoraði svo fram hjá Marc Andre ter Stegen í marki Þjóðverja.

Hægt er að sjá markið fallega með því að smella hérna.

Það yrði svo sannarlega saga til næsta bæjar ef Rúmeníu tækist að vinna þennan leik. Það er nóg eftir af leiknum og margt sem getur gerst.

Staðan í riðlinum:
1. Þýskaland - 15 stig
2. Armenía - 11 stig
3. Rúmenía - 10 stig
4. Norður-Makedónía - 9 stig
5. Ísland - 4 stig
6. Liechtenstein - 1 stig
Athugasemdir
banner
banner