fös 08. október 2021 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sorgleg mæting á Laugardalsvöll
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna var að hefjast leikur Íslands og Armeníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Armenía

Það er ekki annað hægt að segja en að mætingin á leikinn sé sorgleg. Það eru um 2 þúsund manns á leiknum.

Það eru ýmsar ástæður sem liggja að baki þessu; döpur stigasöfnun í riðlinum, íslenska haustveðrið, neikvæð umræða í tengslum við liðið og sitthvað fleira.

Í gegnum árangurinn magnaða frá 2011 til 2019, þá var stuðningurinn við liðið ótrúlegur og ein af ástæðum þess að liðinu gekk svona vel. Í dag er staðan önnur.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner