Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 08. október 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ánægður með Blika gegn PSG - „Þess vegna er ég að velja hana"
Icelandair
Fengu færin en boltinn vildi ekki inn.
Fengu færin en boltinn vildi ekki inn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma átti góðan leik í gær.
Telma átti góðan leik í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætti frönsku meisturunum PSG á miðvikudag í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Landsliðsþjálfarinn og fyrrum þjálfari Breiðabliks, Þorsteinn Halldórsson, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær og var meðal annars spurður út í leik Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 PSG

Varstu ánægður að sjá spilamennsku Breiðabliks?

„Mér fannst þær bara flottar. Þær spiluðu góðan leik á móti þeim og auðvitað hefði maður viljað sjá þær nýta færin," sagði Steini.

„Þær fengu færi til að skora og mér fannst þær nálgast leikinn vel og spila hann taktískt vel. Heilt yfir var þetta mjög jákvæður leikur fyrir Breiðablik og einnig upp á framhaldið í þessum riðli."

Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks, var í gær valin í landsliðshópinn. Ertu ánægður með framfarirnar sem hún hefur sýnt að undanförnu?

„Já, síðustu leikir eins og bikarúrslitaleikurinn og leikurinn gegn PSG voru mjög góðir hjá henni. Hún er jafnari í sínum leik. Fyrri part móts var meira flökt á henni, var upp og niður í spilamennskunni."

„Hún er búin að vera öruggari í sínum aðgerðum í síðustu leikjum og þess vegna er ég að velja hana,"
sagði Steini.

Telma var í landsliðshópnum fyrir æfingaleikina gegn Ítalíu í apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner