Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 08. október 2021 22:20
Elvar Geir Magnússon
Súrt fyrir þessa leikmenn að fá ekki fleiri áhorfendur
Icelandair
Hjörtur Hermannson í leiknum í kvöld.
Hjörtur Hermannson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gegnum árin hefur Laugardalsvöllur verið mikið vígi fyrir íslenska landsliðið og fræknir sigrar unnist. Það vígi er fallið og Ísland hefur ekki náð að vinna neinn af þeim fjórum heimaleikjum sem eru búnir í undankeppninni.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í hvort ekki slæmt að Laugardalsvöllur sé ekki sama vígið og vonbrigðin með áhorfendamætinguna en aðeins 1.697 áhorfendur voru á jafnteflisleiknum gegn Armeníu í kvöld.

„Auðvitað vilj­um við spila fyr­ir full­an Laug­ar­dalsvöll og við vilj­um vinna alla leiki. Ég get samt ekki út­skýrt stöðuna neitt öðru­vísi en hún er, við erum að byggja upp þetta lið og ég get sagt það 100 sinn­um, 200 sinn­um og 300 sinn­um," sagði Arnar á fréttamannafundi.

„Staðan er sú að við erum ekki með sama lið og við vor­um með fyr­ir tveim­ur árum, þrem­ur árum þegar við unn­um nán­ast alla leiki á heimavelli. Við vilj­um öll fara þangað sem fyrst en ég get bara ekki galdrað, það er ekki hægt."

„Við verðum að leggja okk­ur fram. Með því að taka rétt skref á rétt­um tíma trúi ég því að þetta vígi komi aft­ur og að fólkið komi aft­ur. Við sem starfs­fólk, leik­menn og hóp­ur þurf­um að sýna fólk­inu í land­inu að við séum virki­lega að gera allt sem við get­um til þess að vinna leiki aft­ur. Það er súrt fyr­ir þessa leik­menn að þeir geti ekki fengið full­an völl en ég vona að það komi sem fyrst," sagði Arnar Þór Viðarsson.
Athugasemdir
banner
banner