Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. október 2021 08:35
Elvar Geir Magnússon
Tekur Brendan Rodgers við Newcastle?
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: EPA
Það komu risafréttir úr enska boltanum í gær þegar kaup fjárfesta frá Sádi-Arabíu á Newcastle United voru staðfest. Newcastle er nú með ríkustu eigendur í bransanum.

Enskir fjölmiðlar hafa fullyrt að Steve Bruce, sem ekki er vinsæll meðal stuðningsmanna, verði rekinn en samkvæmt könnun vilja 94% stuðningsmanna fá hann burt.

Samkvæmt heimildum Daily Mail vilja nýju eigendurnir helst fá inn stjóra með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni og hefur nafn Brendan Rodgers, stjóra Leicester, verið mest í umræðunni.

Steven Gerrard, stjóri Rangers, er einnig orðaður við starfið en talið er að hann sé á lokatímabili sínu á Ibrox. Þá er Frank Lampard, fyrrum stjóri Chelsea, nefndur í slúðurpakkanum.

Að auki hafa verið getgátur um að Antonio Conte sé möguleiki en hann kvaddi Inter eftir að hafa stýrt liðinu til ítalska meistaratitilsins á síðasta tímabili.

Hefði yfirtakan á Newcastle átt sér stað á síðasta ári hefði Rafa Benítez verið ráðinn en hann er nú orðinn stjóri Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner