Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 08. október 2021 21:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfari Armena: Ísland nýtti sitt eina alvöru færi
Icelandair
Joaquin á hliðarlínunni í dag.
Joaquin á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfari Armeníu, Joaquin Caparros, var spurður á fréttamannafundi eftir jafntefli gegn Íslandi í kvöld hvort honum finnist niðurstaðan 1-1 endurspegla hvernig leikurinn gegn Íslandi spilaðist og hvort niðurstaðan hafi verið sanngjörn.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Armenía

„Það eina sem er í sanngjarnt í fótbolta eru úrslitin. Að mínu mati þá fengum við fleiri færi en því miður skoraði andstæðingurinn úr sínu eina alvöru færi í leiknum. Þeir nýttu sitt tækifæri vel," sagði Joaquin.

Var eitthvað í leik Íslands sem kom þér á óvart eða eitthvað sem þið áttuð í erfiðleikum með í leik íslenska liðsins?

„Mér fannst andstæðingurinn ekki koma okkur neitt á óvart. Ég er að flestu leyti ánægður með frammistöðu míns liðs," sagði Joaquin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner