Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. október 2021 05:55
Victor Pálsson
Undankeppni HM í dag - Ísland mætir Armeníu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið þarf á sigri að halda í undankeppni HM í kvöld er strákarnir spila við Armeníu á Laugardalsvelli.

Ísland hefur alls ekki farið vel af stað í riðli J og er aðeins með fjögur stig eftir fyrstu sex leikina og var eini sigurinn gegn Liechtenstein.

Armenía vann fyrri leikinn heima með tveimur mörkum gegn engu þar sem spilamennskan var ekki frábær af hálfu íslenska liðsins.

Það vantar marga lykilmenn í verkefnið í kvöld og má nefna leikmenn eins og Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson og Gylfa Þór Sigurðsson.

Flautað er til leiks á Laugardalsvelli klukkan 18:45 en fyrir leikinn er Armenía í öðru sæti riðilsins með 11 stig, fjórum stigum á eftir Þýskalandi.

Í sama riðli fara fram tveir leikir en Þýskaland spilar við Rúmeníu og Liechtenstein spilar heima við Norður Makedóníu.

Einnig er leikið í öðrum riðlum eins og má sjá hér fyrir nepan.

föstudagur 8. október

Undankeppni HM – riðill J
18:45 Þýskaland - Rúmenía
18:45 Ísland - Armenia
18:45 Liechtenstein - Norður Makedónía

Undankeppni HM – riðill E
18:45 Tékkland - Wales
18:45 Eistland - Hvíta Rússland

Undankeppni - HM riðill G
18:45 Lettland - Holland
18:45 Gibraltar - Montenegro
18:45 Tyrkland - Noregur

Undankeppni HM – riðill H
18:45 Kýpur - Króatía
18:45 Malta - Slovenia
18:45 Rússland - Slóvakía
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner