Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 08. október 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Var spurð að því hvort hún ætlaði að reka Klöru
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir tók við sem formaður KSÍ á laugardaginn og er hún yfir nýrri bráðabirgðastjórn sem tók við eftir að stjórnin sagði af sér á einu bretti. Vanda var í hlaðvarpsviðtali við Fótbolta.net í gær.

Stjórnin sagði af sér þar sem hún fann að hún hefði ekki lengur traust aðildarfélaga sinna eftir yfirlýsingu ÍTF þar sem skorað var á stjórnina að víkja. Þrír aðilar úr fyrri stjórn; Borghildur Sigurðardóttir, Valgeir Sigurðsson og Ingi Sigurðsson gáfu kost á sér áfram og eru í nýju bráðabirgðastjórninni.

Fannst Vöndu ósanngjarnt af ÍTF að krefjast þess á þessum tímapunkti að öll stjórnin myndi víkja?

„Ég vil ekki tjá mig um þetta. Ég var ekki þarna og var ekki inni í málunum. Ég vil sem minnst segja en ég er mjög fegin að þessi þrjú skuli koma með í þetta verkefni. Það hefði verið erfiðara að gera þetta án þeirra, þau eru öll með töluverða reynslu og hafa stýrt mikilvægum nefndum. Ég er mjög þakklát að þau komu aftur. Ég fann til með stjórninni, ég heyrði í mörgum af þeim og þau voru mörg algjörlega miður sín. Ég hefði vilja að þetta hefði farið öðruvísi," segir Vanda.

ÍTF fór einnig fram á að Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri myndi víkja en Vanda segir engin áform um það. Í viðtali við RÚV sagðist Vanda treysta Klöru en telur hún að Klara sé með traust frá hreyfingunni?

„Ég í rauninni veit ekki hver staðan er á því. Það sem ég sagði sjálf á RÚV var klippt aðeins til því ég var spurð að því hvort ég ætlaði að reka Klöru eða einhvern annan starfsmann. Ég svaraði því þannig að ég væri nýorðin formaður og það fyrsta sem ég gerði væri ekki að reka eða ráða fólk. Það passar heldur ekki við það hvernig ég vinn, hvernig manneskja ég er og hvað maður gerir í krísustjórnun. Maður á að byrja að safna upplýsingum," segir Vanda.

Vanda vill ekki svara því hvort það verði í verkahring stjórnarinnar sem kosin verður í febrúar að ákveða framtíð Klöru.

„Ég hef unnið áður með Klöru og treysti henni. Hún er með gríðarlega þekkingu og núna þegar svona afskaplega mikil þekking er að fara út þá er ég fegin að hún er hérna. Svo finnst mér að þetta verði bara að koma í ljós."
Vanda Sig er sest í formannsstólinn - Ætlar að koma KSÍ úr krísunni
Athugasemdir
banner
banner
banner