Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 08. október 2021 11:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Villi kvaddi sem þjálfari Breiðabliks
Villa þakkað fyrir samstarfið eftir leikinn gegn PSG.
Villa þakkað fyrir samstarfið eftir leikinn gegn PSG.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Kári Haraldsson tók við sem aðalþjálfari Breiðabliks snemma á árinu þegar Þorsteinn Halldórsson tók við sem landsliðsþjálfari.

Undir stjórn Villa varð Breiðablik bikarmeistari, endaði í 2. sæti í Pepsi Max-deildinni og komst fyrst íslenskra liða í riðlakeppni í Evrópukeppni.

Breiðablik lék sinn fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar gegn PSG á miðvikudag og var það jafnframt síðasti leikur Vilhjálms sem aðalþjálfari liðsins.

Ásmundur Arnarsson tekur nú við sem aðalþjálfari liðsins og stýrir liðinu gegn Real Madrid í næstu viku.

Við fréttina eru myndir sem Hafliði Breiðfjörð tók af Villa á miðvikudagskvöld. Villa var þakkað fyrir vel unnin störf með blómvendi.


Athugasemdir
banner
banner