Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. nóvember 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benevento nálægt því að bæta met Man Utd frá 1930
Mynd: Getty Images
Ítalaska liðið Benevento er aðeins einum leik frá því að jafna met sem er í eigu Manchester United.

Benevento hefur tapað 12 deildarleikjum í röð í Seríu A, en í fimm bestu deildum Evrópu hefur það aðeins einu sinni gerst áður, að lið tapi eins mörgum leikjum í röð. Árið 1930 henti það Manchester United, en þá lék liðið undir stjórn Herbert Bamlett.

Það var löngu fyrir tíma Busby og Sir Alex. United er í dag eitt sigursælasta félag allra tíma

Óhætt er að segja að þetta sé met sem enginn vill eiga, en Benevenot hefur nú jafnað það og getur jafnvel bætt það.

Benevento er nýliði í ítölsku úrvalsdeildinni og hefur tapað fyrstu 12 leikjum sínum á tímabilinu. Liðið tapaði gegn meisturunum í Juventus um síðustu helgi eftir að hafa komist yfir.

Næsti leikur liðsins er gegn Sassuolo 13. nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner