mið 08. nóvember 2017 11:45
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið U19 gegn Búlgaríu - Horfðu í beinni
Torfi Tímoteus Gunnarsson er fyrirliði U19.
Torfi Tímoteus Gunnarsson er fyrirliði U19.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
U19 ára lið karla leikur í dag fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2018 þegar liðið mætir heimamönnum í Búlgaríu. Í riðlinum eru einnig England og Færeyjar.

Hægt verður að horfa á leikinn í beinni útsendingu hér

Leikurinn hefst klukkan 12:30 að íslenskum tíma og fer hann fram á Hadzhi Dimitar vellinum í Sliven.

Leikið verður gegn Englandi þann 11. nóvember og gegn Færeyjum 14. nóvember. Efstu tvö liðin í riðlinum fara áfram í milliriðil, en hann verður leikinn næsta vor. Lokakeppni mótsins verður svo í Finnlandi í júlí 2018.

Byrjunarlið Íslands í dag:
Aron Stefánsson (M)
Ástbjörn Þórðarson
Torfi T. Gunnarsson (fyrirliði)
Aron Kári Aðalsteinsson
Kolbeinn Finnsson
Atli Hrafn Andrason
Arnór Sigurðsson
Stefan Alexander Ljubicic
Guðmundur Andri Tryggvason
Ísak Atli Kristjánsson
Alex Þór Hauksson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner