Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. nóvember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Desailly kallar eftir þolinmæði í garð Montella
Mynd: Getty Images
Marcel Desailly, fyrrum varnarmaður AC Milan, kallar eftir því að stjórn félagsins sýni þjálfaranum, Vincenzo Montella, þolinmæði.

Montella hefur fengið gagnrýni fyrir slæma byrjun Milan á tímabilinu, en liðið er í sjöunda sæti Seríu A eftir 12 leiki.

AC Milan reif fram veskið í sumar og keypti 11 nýja leikmenn fyrir meira en 170 milljónir punda!

Flestir bjuggust við betri árangri eftir sumarið sem félagið átti og því hafa margir kallað eftir því að Montella verði rekinn. Desailly vill ekki sjá það gerast, hann kallar eftir þolinmæði.

„Ég man eftir tapið gegn Roma þegar allir sögðu að félagið ætti að reka hann, en þeir sem stjórna eru þarna sniðugir þar sem þeir vita að þetta er líka þeim að kenna," sagði Desailly.

„Þegar það koma margir nýir leikmenn inn, þá þarf alltaf tíma."

„Það voru kannski einhverjir sem vonuðust eftir því að liðið myndi berjast um titilinn, en það er ekki að fara að gerast. Núna snýst þetta um þolinmæði. Með því að bæta við þremur, fjórum leikmönnum næsta sumar getur þetta lið náð langt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner