Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 08. nóvember 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Leipzig ætlar ekki að selja Keita til Liverpool í janúar
Naby Keita.
Naby Keita.
Mynd: Getty Images
Þýska félagið RB Leipzig segir ekki koma til greina að selja miðjumanninn Naby Keita til Liverpool í janúar.

Félögin náðu í ágúst samkomulagi um að Keita gangi í raðir Liverpool næsta sumar. Liverpool greiddi þá riftunarverð sem er í samningi Keita eftir tímabilið.

Sögusagnir hafa farið af stað um að Liverpool vilji fá Keita strax í janúar en Leipzig segir það ekki vera í boði.

„Jafnvel þó að við kæmumst ekki áfram í Meistaradeildinni þá væri ekki rétt að leyfa Naby að fara fyrr til Liverpool," sagði Ralf Rangnick, yfirmaður íþróttamála hjá RB Leipzig.

„Við viljum komast aftur í Evrópukeppni og til þess þurfum við að hafa Naby."
Athugasemdir
banner
banner
banner