Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. nóvember 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi reiður: Lygar að ég velji liðið
Mynd: Getty Images
Lionel Messi er orðinn dauðþreyttur á ásökunum að hann hafi öll völdin hjá argentíska landsliðinu.

Messi hefur verið sakaður um að velja þjálfara argentíska landsliðsins og þá er stundum sagt að „vinir hans" fái bara að vera í landsliðinu. Hann segir þetta fáránlegt.

„Fólk segir marga hluti án þess að hafa nokkra hugmynd um þá. Þetta gerir mig reiðan en ég er líka tiltölulega vanur þessu," segir Messi í viðtali sem ESPN hefur birt.

„Það eru lygar að ég velji vini mína í liðið og þjálfarana hjá argentíska landsliðinu. Ég er bara einn af leikmönnunum."

„Það að segja að leikmenn eins og (Angel) Di Maria, (Sergio) Aguero, (Gonzalo) Higuain and (Javier) Mascherano séu í landsliðinu vegna þess að þeir eru vinir mínir er vanvirðing."

„Þetta eru lygar. Ég vel ekki leikmenn í liðið eða tek þá út. Ég er ekki þannig manneska. Ég hjálpa bara liðinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner