mið 08. nóvember 2017 18:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nketiah með fjögur í sigri á Færeyjum í riðli Íslands
Nketiah var í stuði.
Nketiah var í stuði.
Mynd: Getty Images
England U19 6 - 0 Færeyar U19
Mörk Englands: Eddie Nketiah 4, Elliot Embleton, Ben Brereton

U19 ára lið Englands valtaði yfir Færeyjar í undankeppni EM 2018 í kvöld. Þessi lið eru með Íslandi í riðli.

Ísland mætti Búlgaríu fyrr í dag og tapaði naumlega 2-1. Mark Íslands gerði Kolbeinn Birgir Finnsson úr vítaspyrnu.

Sjá einnig:
U19 tapaði naumlega gegn Búlgaríu

Í kvöld kláraði England síðan Færeyjar auðveldlega. Eddie Nketiah lék á als oddi og skoraði fjögur mörk. Nketiah er í kringum aðallið Arsenal, en á dögunum skoraði hann tvö mörk þegar hann kom inn á sem varamaður í sigri á Norwich í deildabikarnum.

Í kjölfarið var Wikipedia-síðu hans breytt og honum lýst sem „besta fótboltamanni allra tíma".

Nú eru fyrstu leikir riðilsins búnir. Næsti leikur Íslands er gegn mjög sterku liði Englendinga 11. nóvember og síðan mæta strákarnir frændum okkar frá Færeyjum 14. nóvember.

Efstu tvö liðin í riðlinum fara áfram í milliriðil, en hann verður leikinn næsta vor. Lokakeppni mótsins verður svo í Finnlandi í júlí 2018.
Athugasemdir
banner
banner