mið 08. nóvember 2017 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Réði Moyes þrátt fyrir að hafa gagnrýnt hann harðlega
Mynd: Getty Images
David Moyes segist ekki hafa rætt við Karren Brady, varaformann West Ham, um umdeild ummæli hans á síðustu leiktíð.

Moyes, sem var þá stjóri Sunderland, hótaði að slá íþróttafréttakonu hjá BBC þegar hún tók viðtal við hann.

Brady gagnrýndi Moyes harðlega fyrir ummælin og skrifaði dálk í The Sun þar sem Moyes fékk að heyra það.

Hún ákvað þó að ráða hann sem nýjan stjóra West Ham í byrjun vikunnar. Moyes greindi frá því á blaðamannafundi í dag að viðræður hans við West Ham hefðu farið allar í gegnum Brady, en ummæli hans frá síðasta tímabili báru ekki á góma.

„Ég talaði við Karren í síma og ég fundaði með henni," sagði Moyes áður en hann var spurður út í ummælin.

„Hún talaði ekkert um þau. Þetta gerðist fyrir sex mánuðum svo það var í rauninni engin þörf fyrir það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner