Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. nóvember 2017 09:00
Helgi Fannar Sigurðsson
Telur Rodgers svipaðan stjóra og Guardiola
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Patrick Roberts, lánsmaður hjá Celtic frá Manchester City, hefur talað um að Brendan Rodgers, stjóri Celtic og Pep Guardiola, stjóri Man City, séu svipaðir knattspyrnustjórar.

Þetta segir hann í kjölfarið af því að Rodgers bætti á dögunum 100 ára gamalt breskt met þegar hann fór í gegnum sinn 63. leik í skoskri keppni án þess að tapa leik, hann á enn eftir að tapa leik með Celtic í deild -og bikar þar í landi.

„Í ensku úrvaldsdeildinni er Guardiola að spila sama fótbolta og hann gerði með Barcelona og Bayern," sagði Roberts.

„Rodgers er svipaður, hann reynir að fá liðið til að spila fótbolta við hvert tækifæri sem gefst, jafnvel þó við séum undir pressu, þessari hugsun hefur hann komið inn í hvern einasta leikmann hérna."


Athugasemdir
banner
banner
banner